Piparsveinalífið

Þegar ég bjó í foreldrahúsum á Selfossi fyrir nokkrum árum dreymdi mig um piparsveinalíf framtíðarinnar. Ég sá fyrir mér að upp úr tvítugu myndi ég flytja í höfuðborgina, fá góða vinnu og taka flotta íbúð á leigu. Svo myndi ég hlaða öllum helstu þægindum í íbúðina; kveikt yrði á ljósum með klappi (slökkt með tveimur), rúmið yrði á snúningsfæti, sjónvarpið heill veggur að stærð og ísskápurinn fullur af litlum gos- og bjórdósum.

Nú er piparsveinalífið hafið fyrir alvöru þó að ekkert bóli á klapprofunum fyrir ljósin. Þá færist rúmið ekki úr stað nema við sérstök tilefni og sjónvarpið er skitnar 32 tommur. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn þá er piparsveinalífið kvöð. Ég þarf reglulega að taka til eftir pókerpartíin og eftir að ég gafst upp á að gera skúlptúr úr pítsukössum hefur ruslapokaferðum fjölgað á dramatískan hátt.

Stritið hefur þó gert mig auðmjúkan. Þegar ég tíni upp sígarettustubba eftir félagana úti á svölum horfi ég á bílinn minn sem er gamall – en ekki keyptur með hjálp bakrýtingsláns í erlendri mynt. Ónei. Og þegar ég geng um klístrað stofugólfið og tíni bjórdósir í poka lít ég á sjónvarpið sem ég keypti í staðinn fyrir að spara fyrir íbúð. Þvílík hamingja.

Eftir stritið geng ég að ísskápnum og opna. Verður þá ljós og við blasa fimm litlar kókdósir í kippu og fjórar glansandi gylltar bjórdósir. Þær eru leifar brostinna drauma veruleikafirrta unglingsins frá Selfossi sem hélt að hamingjan væri í klapprofum. Þvílík fáviska. Veraldleg gæði eru lítilfjörleg í samanburði við óhollustu í fljótandi formi. Vinir mínir, hamingjan felst í sykruðum gosdrykkjum og brugguðum lager. Klapp klapp.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: