Fortíðarmaðurinn

Síðasti fimmtudagur var einstaklega erfiður og eftir vinnu ákvað ég að setjast inn á fámennan pöbb í miðbæ Reykjavíkur. Ég var ekki byrjaður á bjórnum þegar maður á fertugsaldri gekk inn. Maðurinn var ringlaður, með þykkt alskegg og sítt hár. Þá var hann stirður, virtist vannærður og ég veitti því athygli að hann var klæddur í smellubuxur.

Hann settist við hliðina á mér og spurði hvaða ár væri. „2009,“ svaraði ég og maðurinn starði orðlaus á mig. Ég pantaði handa honum bjór og þegar barþjónninn rukkaði 800 krónur sprakk hann úr hlátri. Hann sagðist koma frá árinu 1999 og að þá fengju menn afgang þegar þeir borguðu einn rauðan fyrir bjór. Ég tók sopa og spurði hvort hann hefði uppgötvað leið til að ferðast um tíma og rúm. Hann sagði að málið væri einfaldara en það. Í hysteríunni sem skapaðist vegna 2000-vandans skreið hann ofan í neðanjarðarbyrgi. Þar dvaldi hann síðustu ár, borðaði þurrmat og veitti sjálfum sér félagsskap.

Hann spurði hvort eitthvað merkilegt hefði gerst síðustu ár. „Ekkert sérstakt,“ svaraði ég og bætti við að tími Jóhönnu væri kominn – rétt eins og tími Steingríms J., bankarnir hefðu verið einkavæddir aðeins til að vera þjóðnýttir aftur, Sigmundur Ernir væri orðinn þingmaður – eins og Guðmundur Steingrímsson, strætókerfið væri ennþá glatað og að ÍA væri núna slakt lið í fyrstu deild fótboltans og að Selfoss ætti lið í úrvalsdeild á næsta ári.

„Og hvað?“ spurði ringlaði maðurinn og gerði tilraun til að vera fyndinn: „Er Davíð byrjaður aftur með útvarp Matthildi?“

„Tja, nei,“ svaraði ég, kláraði bjórinn og stóð upp. „Hann er ritstjóri Morgunblaðsins.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: