Raunir B-manns 1: Fæðingin

É g er B-maður. Mér líður best seint á kvöldin og vil helst ekki fara að sofa fyrr en löngu eftir miðnætti. Morgnarnir eru sérkafli. Og þegar ég segi „sérkafli“ meina ég „óyfirstíganleg þrekraun“. Jerry Seinfeld hitti naglann á krullað höfuðið þegar hann líkti því að vakna við að fæðast aftur. Það er einmitt það sem hver morgunn í mínu lífi er: Fæðing.

Svefn í eigin rúmi er að mínu mati öruggasta tilfinning í heimi. Þar líður mér eins og fóstri í maga konu sem hvorki reykir né hefur ánetjast vímuefnum. Sængin gegnir sama hlutverki og volgt legið, þó að það sé vissulega léttir að fólk safnist ekki í kringum mig og fagni þegar ég sparka. Þegar vekjaraklukkan hringir er tími til að koma í heiminn – hvort sem mér líkar það betur eða verr. Þegar ég opna augun er eins og ég sé sjái ljós í fyrsta skipti. Ég grenja eins og kornabarn á meðan grimm örlögin toga mig undan sænginni og eftir stend ég nakinn, sveittur og úrillur.

Ég er ekki svo heppinn að fá huggun í faðmi konu á morgnana, svo að ég verð að þroskast á ógnarhraða og koma mér í vinnu. Erfiðast er að læra að ganga, en málleysið háir mér ekki fyrstu mínúturnar. Oft dreymir mig um að gera þarfir mínar í bleiu þessar fyrstu mínútur lífs míns, en ég finn yfirleitt klósettið áður en svo veruleikafirrtar hugmyndir ná fram að ganga – Guði sé lof.

Þetta geng ég í gegnum á hverjum morgni sem ég þarf að vakna við vekjaraklukkuna – sem ég kýs nú að kalla lífsklukkuna. Þegar lífsklukkan hringir er tími til að lifna við, þrátt fyrir hávær mótmæli af minni hálfu og þrátt fyrir að ég sé aldrei tilbúinn að takast á við það sem bíður mín.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: