Raunir B-manns 2: Snúsbölvunin

Þegar ég rumska við skerandi óp vekjaraklukkunnar líður mér eins og hræddri skepnu sem hefur tölt í sakleysi sínu út á þjóðveg. Hljóðið færist nær og ég rétt næ að líta upp áður en … BÚMM! Ég ýti á takkann og fell í rúmið. Steindauður eins og skepnan sem skilin var eftir.

Eins og hörðustu eiturlyf er snústakkinn fullkomlega ill uppfinning. Bölvun sem hönnuð er til að minnka lífsgæði fólks á kerfisbundinn hátt. Maður ánetjast snústakkanum eins og heróíni og getur ekki hætt án utanaðkomandi hjálpar. Loks breytist maður í fíkil og fíkillinn breytist í lygamörð sem gerir hvað sem er fyrir næsta skammt.

Það sem gerir snústakkann margslungnari en heróín er að hann er ókeypis í notkun. Maður getur snúsað eins oft og maður vill án þess að eiga á hættu að borað verði í hnéskeljar manns í köldum, yfirgefnum sumarbústöðum. Í staðinn fyrir að ráðast á miðtaugakerfið eins og heróín rústar snústakkinn fíklinum andlega og minnkar möguleika hans á því að halda vinnu og félagsskap við annað fólk.

Í stuttu máli: Snústakkinn er andlegt hertól djöfulsins sem hefur dramatísk áhrif á líf þess sem ánetjast. Hann er eplið og ég er bæði Adam og Eva. Ég má ekki ýta, en geri það samt fyrir níu mínútur. Níu unaðslegar mínútur af svefndrukknum draumförum sem enda alltaf eins. Heimska skepnan sem ég er töltir út á þjóðveg – þrátt fyrir að heyra í vekjaraklukkunni æpa í fjarska áður en … BÚMM!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: