Raunir B-manns 3: Átakið

É g er kominn í átak. Fyrsta skrefið er að minnka snúsfjölda niður í eitt á morgni. Vekjaraklukkan byrjar að hringja klukkan átta og ég á sem sagt að vera kominn á lappir klukkan níu mínútur yfir. Nema á mánudögum, þá má ég snúsa tvisvar. Umbreytingin er hafin og ég stefni á að vera orðinn A-maður um áramót.

Átakið hófst á miðvikudegi og árangurinn var undraverður. Þrjá daga í röð var ég kominn á lappir á tilsettum tíma. Mér tókst að hella upp á kaffi, fara í sturtu, taka vítamín, borða ristað brauð og drekka appelsínusafa áður en ég lagði af stað í vinnuna. Með öðrum orðum: Mér býður við sjálfum mér. Það er erfitt að segja bless við sjálfan sig. Það var eitthvað spennandi við að fara að sofa án þess að vita hvenær mér tækist að rífa mig á fætur. Ég var tifandi tímasprengja og vissi aldrei hversu mörg snúsin yrðu. Var ég að fara að snúsa fimm sinnum? Sjö sinnum? Eða var ég að fara að slökkva á báðum vekjaraklukkunum og sofa þar til yfirmað- urinn hringdi – með þrútnar æðar af ólgandi bræði?

Í dag er spennan fólgin í óvissunni. Ég er ekki byrjaður að fagna sigri og B-mað- urinn gæti bankað á dyrnar hvenær sem er; svangur, þreyttur og úrillur. Eitt veit ég þó, það að vinna frá níu til fimm er tærasta form fasisma í lífi B-manns, sem þarf ekki að líða annað ofbeldi. Þegar klukkan slær níu á Íslandi á veturna er ekki kominn dagur. Það er staðreynd. Við mætum í vinnu á næturnar í staðinn fyrir að breyta klukkunni þannig að það verði komin birtuglæta þegar vekjaraklukkan hringir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: