Dagur 1: Fallinn

Fall er fararheill. Ég svaf örlítið yfir mig í morgun, á fyrsta degi meistaramánaðar. Það var vandræðalegt en ég lét það ekki stöðva mig. Dagurinn gekk fullkomlega upp að öðru leyti; ég borðaði stórkostlegan þorsk á hjá Bergssyni og gerði góðverk þegar ég bauð örvingluðum ferðamönnum aðstoð við að borga í stöðumæli (ekki svona klinkmæli, kortasjálfsalin vafðist fyrir þeim).

Eftir vinnu fór ég æfingu í Mjölni sem var bæði hræðileg og frábær — ketilbjölluæfing af gamla skólanum:

Æfingarnar voru þrjár: Squat thrust, róður og jafnfætis stökk. Allar æfingarnar voru framkvæmdar með tveimur bjöllum. Tíminn var ræstur og hver æfing var framkvæmd tíu sinnum, svo átta sinnum, sex, fjórum og tvisvar. Svo var stiginn klifinn aftur; allar æfingarnar framkvæmdar fjórum sinnum, sex sinnum, átta og loks tíu. Ég notaði tvær 24 kílóa bjöllur en í skipti þeim út fyrir tvær 20 kílóa í squat thrust og róðri í síðustu umferðunum. Æfingin tók tæpar 19 mínútur á fínu tempói og ég var nær dauða en lífi eftir á. Það eru vitni að því. Svo gerðum við 30 burpees í lokin. Þessi mynd sýnir hvernig mér leið eftir á:

Eftir æfingu fékk ég mér kjúkling á Saffran. Mér býður við sjálfum mér, hollustan var slík í dag. Á morgun tekur svipað við. Einnig ætla ég að láta skoða í mér hjartað.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: