Dagur 2: Upprisan

Í morgun vaknaði ég klukkan átta en mátti ekki fá mér morgunmat vegna þess að ég var á leiðinni í hjartaskoðun. Ég varð sem sagt að fasta frá klukkan tíu í gærkvöldi, en svindlaði aðeins á því og laumaðist í nokkrar hnetur fyrir svefninn. Já. Ég er villtur.

Skoðunina fór ég í til að athuga hvort það sé ekki allt í góðu en niðurstöðurnar eru væntanlegar eftir viku. Fyrsta niðurstaðan kom þó strax þegar það kom í ljós að spítalakufl er flík sem ég þarf að festa kaup á hið snarasta. Sönnunargagn A:

Image

Eftir gott spjall við frábærar konur hjá hjartavernd lá leiðin í vinnuna. Borðaði svo lax á Bergssyni (þó ekki Felix (held samt að bróðir hans eigi Bergsson)) og skellti mér á æfingu eftir vinnu. Hún var þung en í rólegri kantinum. Ég var búinn að setja mér takmark fyrir mánuðinn að taka 180 kíló í réttstöðulyftu og ákvað að láta reyna á það í fyrsta skipti eftir æfinguna í dag. Niðurstaðan var ekki fögur, þó hún hafi verið mér í hag að öðru leyti:

Image

Hérna er svo mynd sem sýnir hvernig ég taldi mig líta út á meðan á lyftunni stóð:

Image

Annars var púlið að öðru leyti þannig að við völdum æfingarnar sjálf og gerðum ákveðinn fjölda endurtekninga á mínútu í senn. Unnið í 20 mínútur.

Ég tók réttstöðu, fyrst 110 kg x 10, svo 140 kg x 10. Svo tók við róður með 32 kg bjöllu og snatch með sömu bjöllu. Loks pressur með 28 kg bjöllu og upphýfingar. Eftir þetta voru teknar nokkrar kviðæfingar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: