Dagur 3: Heilagur hvíldardagur

Einhver gáfaðari en ég sagði að maður yrði að hvíla eins duglega og maður æfir. Eftir tvær ansi duglegar æfingar í vikunni (og harðsperrur sem ég sé ekki fram á að losna við í náinni framtíð) ákvað ég sleppa æfingu í dag. Það tengist reyndar meistaramánuði ekki neitt. Ég spila í mesta lagi smá körfubolta á miðvikudögum en sleppti honum líka og hyggst snúa ferskur aftur á morgun.

Ég borðaði einstaklega fínan kjúkling á Hananum í dag ásamt því að háma í mig hnetur og drekka vatn. Ég lofaði að gera 31 eitt góðverk í mánuðinum og er þegar einu góðverki á eftir áætlun þar sem gærdagurinn var góðverkslaus. Ég er slæm manneskja. Í dag reyndi ég að vinna mér inn mjúkt rúm og morgunmat í himnaríki og greiddi í jólagjafasjóð ABC barnahjálpar ásamt því að gefa árlegu þúsundkróna jólagjöfina til starfsins. Ég hef styrkt hina indversku Malleswari Malluvalasa í fjögur eða fimm ár og einn af hápunktum ársins hjá mér er alltaf jólakort og einkunnaspjald frá henni. Hún er svipaður námsmaður og ég var á hennar aldri: Þarf að bæta sig í stærðfræði en er fín í tungumálinu.

Uppáhaldsliturinn hennar er líka svartur. Þau eru augljóslega ekki að kenna henni neitt þarna í Indlandi. Allir vita að svartur er ekki litur heldur grunntónn.

Þó að meistaramánuður standi yfir þá skuluð þið ekki rugla Malleswari við indversku kraftlyftingakonuna Karnam Malleswari, sem vann brons á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Hérna er mynd af henni:

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Dagur 3: Heilagur hvíldardagur

  1. […] og ég sagði ykkur frá í færslu gærdagsins er ég þegar einu góðverki á eftir áætlun. Í dag ætlaði ég að slá tvær flugur í einu […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: