Dagur 4: Góðverkahallinn

Eins og ég sagði ykkur frá í færslu gærdagsins er ég þegar einu góðverki á eftir áætlun. Í dag ætlaði ég að slá tvær flugur í einu höggi leiðrétta þennan vandræðalega halla. Ég fór í Bónus að kaupa mjólk og banana, til að fylgja tveimur einföldum reglum sem gilda á heimili mínu. Sönnunargagn A:

Næst í röðinni á eftir mér við kassann var gömul kona. Þegar ég var búinn að borga fyrir matinn minn uppgvötaði hún að hún hafði gleymt að taka með „einn banana“ eins og hún sagði sjálf. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú séð af einum banana og gerði heiðarlega tilraun til að gefa henni einn úr kippunni minni. Bananarnir mínir voru hins vegar allt of grænir fyrir hennar smekk. Hún afþakkaði því, snéri við mér baki og sótt gulann banana. O jæja.

En af hverju keypti ég græna banana? Jú, ég var að bæta á lagerinn. Átti nokkra fullkomlega gula heima en vildi kaupa fleiri sem yrðu orðnir góðir eftir nokkra daga. Ég tek banana mjög alvaralega og samkvæmt útreikningum mínum er ég búinn að borða um 360 til 370 banana á árinu. Sumir segja að ég eigi við vandamál að stríða. Að þeim röddum hlæ ég móðursýkislega og horfi flóttalega til hliðar.

Ég náði því ekki að leiðrétta góðverkahallann í dag. Góðverkið var eitt: Ég keypti þó Bleiku slaufuna, sem er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Læt það duga og reyni að gera betur á morgun.

Æfing dagsins í Mjölni var góð; stöðvaþjálfun þar sem unnið var í 40 sekúndur í senn á fimm stöðvum. Tvær æfingar á hverri stöð og hver æfing framkvæmd tvisvar. Byrjaði á split squat með 25 kílóa lóð og armbeygjustiga. Þaðan í einhvers konar klifur í handstöðu og swing með 40 kílóa bjöllu. Næst 40 kg snatch og planki. Á næstu stöð voru gerðar bakfettur og skúrað með 20 kíló lóði í handklæði. Á lokastöðinni var dekkjahopp og mountain climbers. Flettið þessu upp, ef þið þekkið þetta ekki. Þegar hringnum var lokið gerðum við 3×30 sek af burpess og 3×30 af planka.

Þegar æfingin var búin vildi ég gera aðeins auka og tók axlarpressur með 48 kílóum og 40 kílóum. Samtals 35 sinnum ásamt því að klifra upp kaðalinn fjórum sinnum án þess að nota lappir. Eftir það fór ég að grenja og bað um ís á hendurnar mínar. Þegar mér var tjáð að það væri enginn ís í húsinu brást ég við eins og eldri maðurinn í þessu myndbandi:

Í kvöldmat grillaði ég svo nauta-rib eye. Fæstir átta sig á mikilvægi þess að láta kjötið ná stofuhita áður en það er grillað. Ég er ekki einn af þeim eins og þessi mynd sýnir glögglega:

Ahh. Feitt nautakjöt. Í fljótu bragði dettur mér ekki í hug betri leið til að enda dag. Eða …

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: