Dagar: 5, 6, 7 og 8: Fáránlega auðvelt

Þessi meistaramánuður er það auðveldasta sem ég hef gert. Eina vandamálið er að ég er ekki nógu skapandi í góðverkunum. Þau snúast meira og minna um að gefa peninga. Annars er ég reyndar mjög duglegur við að hleypa bílum í umferðinni, stoppa fyrir fólki, brosa til afgreiðslufólks og vera almennt kurteis. Það er ekki sjálfgefið.

Annars ætla ég að stikla á stóru um síðustu daga. Ég er búinn að kaupa gulrætur af barni sem er að safna fyrir skólaferðalagi, leggja til í söfnun Rauða krossins, setja klink í bauka og í dag setti ég meira segja klink í stöðumæli sem tilheyrði hvorki mér né bílnum mínum. Hvar er Nóbellinn minn?

Ég hélt mig líka alfarið frá búsinu um helgina, þrátt fyrir að hafa farið í gríðarlega skemmtilegt afmæli. Úti í sveit í þokkabót. Og þar voru pönktónleikar. Ég kíkti líka í heimsókn til föður míns sem bauð upp á kvöldmat sem rímaði alveg við takmörk mánaðarins: lamb og sætkartöflumús. Hvar er Nóbellinn hans?

Þá er ég búinn að mæta á æfingar alla dagana nema á sunnudag, sem er heilagastur allra sunnudaga. Las það í bók. Er búinn að kýla í púða, stökkva yfir slár, gera armbeygjur, hnébeygjur, upphífingar, magaæfingar ásamt því að lyfta bjöllum upp og niður og til hliðar. Eins og ég segi: Ekkert mál.

Loks fékk ég niðurstöður úr hjartatékkinu frá í því í síðustu viku. Hjartað lítur vel út samkvæmt tölum á blaði sem ég fékk afhent. Kólestról, púls, nýru, blóðþrýstingur. Þetta er allt þar sem að á að vera. 7, 9, 13 (ég bankaði í alvöru í borðið).

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: