Netflix og Itunes á Íslandi

D3, dótturfélag Senu, hyggst á næstunni opna svokallaða Netflix-þjónustu á netinu. Þjónustan hefur þó ekkert með afþreyingarrisann Netflix að gera, heldur er bandaríska vörumerkið notað sem einskonar samheiti yfir kvikmynda- og þáttaleigu í frétt Viðskiptablaðsins. Svolítið eins og ef vefsíðan Tónlist.is, sem einnig er rekin af D3, væri kölluð Itunes-þjónusta.

Ekki ætla ég að spá fyrir um hvernig D3 á eftir að takast til með þjónustuna, sem hefur vaxið hratt erlendis síðustu ár. Títtnefnd Netflix er mjög vinsæl og ódýr þjónusta og margir Íslendingar nota hana með krókaleiðum, enda ómögulegt að gerast áskrifandi hér á landi öðruvísi. En af hverju? Margir halda að Smáís (Samtök myndrétthafa á Íslandi) og STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) standi í vegi fyrir því að Itunes og samskonar vefverslanir opni útibú hér á landi. Það er þó flóknara en svo.

Þetta snýst ekki um að íslensku samtökin vilji ekki semja við erlendar vefverslanir. Rétthafar, t.d stóru kvikmyndaverin í Hollywood, selja svæðisbundin rétt á efni sínu til ákveðinna landa. Fyrir þetta borga þjónustuaðilar á borð við Itunes og Netflix. Ef það ætti að byrja að selja efnið á Íslandi þá þyrftu þeir að semja við öll stóru kvikmyndaverin ásamt hundruðum annarra aðila um rétt á sölu og leigu á stafrænu efni fyrir litla Ísland. Við erum rétt rúmlega 320.000 og náum því ekki að auka sölu efnisins nema í örlítið. Ávinningurinn er því harla lítill fyrir Itunes og Netflix— það er meira að segja óvíst hvort hann standi undir kostnaði við kaup á réttinum á efninu. Sömu lögmál gilda um samninga á sölu á tónlist.

Með öðrum orðum: Netflix og Itunes nenna ekki að opna á Íslandi vegna þess að það er of lítið upp úr því að hafa.

Hitt er annað mál að Itunes er í boði fyrir íbúa smáríkja á borð við Lúxemborg og Möltu. Ástæðan fyrir því er einföld: Evrópusambandsaðild. Átta ár eru síðan Itunes opnaði sérstaka Evrópusambandsútgáfu af vefverslun sinni. Þá gat Apple samið við allar þjóðir Evrópusambandins í einu.

Netflix er komið skemur á veg en Itunes en hyggst þó byrja að opna gáttir sínar fyrir Evrópu á þessu ári. Fyrirtækið hefur meira að segja valið Lúxemborg fyrir evrópskar höfuðstöðvar sínar.

Evrópusambandsaðild leysir þó ekki allan vanda því réttur á textum við erlendar kvikmyndir og þætti eru í höndum dreifingaraðila á Íslandi. Það flækir málið ef Ísland mun nokkurn tíma eiga möguleika á því að kaupa þjónustu Itunes og Netflix án þess að beita brögðum.

Auglýsingar
Merkt , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: