Millimetrum frá bugun

Erfitt lífNú eru þrír dagar eftir af Meistaramánuði og ég er kominn út á ystu nöf. Ég er ekki búinn að borða einn sælgætismola, ekki eina kökusneið, ekki einn bita af hamborgara eða pepperónípitsu í tæpan mánuð og er millimetrum frá því að bugast. Mér er heilsað með nafni á veitinga- og skyndibitastöðum á borð við Saffran, Serranó og Bergsson, ég tek lýsi í svefni og þjálfararnir í Mjölni senda mér sms ef ég er ekki mættur korteri fyrir æfingu. En afleiðingarnar eru stórkostlegar: Gráa bjarmanum, sem sést þegar ég loka augunum, hefur verið skipt út fyrir stillimynd af kökusneið. Með rjóma.

Verslunarferðir hafa aldrei verið erfiðari. Þar sem ég geng fram hjá bakkelsisrekkunum heyri ég djöflaterturnar og kleinurnar hvísla nafn mitt. Sömu sögu er að segja um kexið. Þá beitir sælgætið mig grófu, andlegu ofbeldi, enda hefur því verið dreift taktískt um verslanirnar, sem verður til þess að ég þarf að hlusta á það niðurlægja mig alla verslunarferðina — sérstaklega leiðinlegt vegna þess að yfirleitt finnst mér mjög gaman að kaupa mat. Maður telur sig hólpinn þegar að afgreiðslukassanum er komið en þar blasa við heilu rekkarnir af Þristum, Trompi og Kit Kati í fullkomnum stærðum til að nasla á leiðinni heim. Þvílík Örlög.

Leið mín í gegnum frumskóg Meistaramánuðsins hefur verið grýtt og ég hef svindlað. Ég fór í tvær stórar afmælisveislur þar sem ég fékk mér bjór en aldrei nóg til að finna fyrir ölvun. Þá er ég ekki með fullkomið bókhald yfir góðverkin 30, sem ég ætlaði að gera, en hugsa að þau séu einhvers staðar á milli 20 og 25. Það er tiltölulega auðvelt að gera eitt góðverk á hverjum degi en ég viðurkenni að hinir ýmsu söfnunarbaukar björguðu mér oft fyrir horn.

Þessir dagar hafa verið afar lærdómsríkir. Eyðileggingarmáttur áfengis verður pínlega augljós þegar maður lætur það vera en skemmtanagildi þess einnig. Ég ætla draga úr áfengisneyslunni, velja partíin betur og stuðla þannig að betri líkamlegri heilsu. Þá hefur nauðsyn nammidagsins aldrei verið augljósari en sælgætisþörf mín hefur aldrei verið meiri en nú, eftir tæplega mánaðarbindindi. Hér eftir fer því einn dagur í viku í sælgætis-, köku-, kex- og skyndibitaát.

Auglýsingar
Merkt , , , , , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: