Ögrið okkur

Auðvitað átti þetta að vera fyndið; ég meina myndin sýnir stelpu með hatt gæla eða gæla ekki við dreng með hatt. Hann gefur frammistöðu hennar tvo þumla upp og slagorðið er rúsínan í pylsuendanum: „Allir fara sáttir af Salsaballi NFFG“ …

Eflaust átti myndin líka að vera ögrandi. Sú misheppnaða tilraun er mögulega það eina fyndna við hana því hún er akkúrat ekkert ögrandi. Sérstaklega í ljósi þess að það er líklegra en ekki að mömmur og pabbar nemenda FG sjúgi og sleikji á hvort öðru kynfærin nokkuð reglulega.

Ýmis teikn eru á lofti um að unga kynslóðin hafi farið útaf sporinu. Í vikunni kom út skýrsla sem sýndi að ungt fólk er íhaldssamara en fyrir 20 árum í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna. Þessi auglýsing undirstrikar það. Húmorinn er í besta falli úreltur og ber vott um stöðnun sem virðist hafa átt sér stað í Garðabæ og um land allt, samkvæmt fyrrnefndri skýrslu.

Það er í eðli ungs fólks að vilja breyta til, rífa kjaft og hafna stöðnun. Ef unglingar réðu yfir heiminum myndi ríkja fullkomin upplausn. Þannig á það að vera og þess vegna leyfum við þeim ekki að ráða. Þeir gegna hins vegar mikilvægu hlutverki og það er glatað til þess að hugsa að þorri ungs fólks virðist ekki hafa meiri kjark en svo að það vill viðhalda stöðnuðum hugmyndum — ekki bara um hlutverk kynjanna heldur líka um húmor.

Kæra unga fólk, auglýsingin ykkar er glötuð og hefði mögulega þótt ögrandi fyrir 50 árum. En nú er árið 2012. Hættið þessu bulli og reynið að ögra okkur með því að storka gamaldags viðhorfum. Ekki halda á lofti glötuðum viðhorfum sem hafa verið ríkjandi síðustu áratugi. Þau munu ríkja áfram ef þið rífið ykkur ekki upp byrjið að hegða ykkur eftir aldri. Ögrun snýst um að bjóða ríkjandi viðhorfum byrginn. Það er ykkar hlutverk að vera þar í broddi fylkingar og leiða okkur hin inn í nýja, breytta tíma.

26 hugrenningar um “Ögrið okkur

  1. Lárus Jónasson skrifar:

    hverju er verið að ögra? ég get lofað þér því, þú ert svona aðeins útaf sporinu núna, en ég get lofað þér því að þetta var aldrei ögrun. Þetta er bara húmor sem átti ekkert að fara útúr skólanum. Enda var þetta bara auglýst í skólanum og einn nemandi setti þetta inná facebook sem hann hefði kannski átt að láta ógert. Það er leiðinlegt að þetta særði blygðunarkennd svo margra „eldri“ einstaklinga og þetta er held ég ekki stöðnun, þetta er alls ekki vanvirðing gagnvart konum (allavega aldrei tilætlunin). Kannski er þetta bara framför og orð „klámkynslóðarinnar“ og oft er það þannig að eldra fólkið er á móti yngri kynslóðunum og þeirra gjörðum og nýjungum.

    • Kári Emil Helgason skrifar:

      Ég held að blygðunarkennd hafi ekki verið særð. Þvert á móti eru allir orðnir frekar leiðir og þreyttir á svona myndefni, enda er það úti um allt. Þetta er bara ógeðslega fokking leim. Hvað með samkynhneigða fólkið? Hvað með stelpurnar sem hafa ekki gaman af því að totta? Hvað með alla sem munu ekki koma til með að fá tott á ballinu? Sorrí, en þetta er bara ógeðslega glatað og ófyndið.

    • þrúður skrifar:

      ha? ég er 22 ára og ég fékk áfall við það að sjá svona niðurlægjandi mynd til þess að auglýsa ball fyrir 16+ krakka. afhverju er drengurinn ekki á hnjánum að sleikja stelpuna? þetta er ógeðslega léleg, aum og ódýr auglýsing og það er frábært að hún fór á veraldarvefinn því þá er sýnt og sannað hvaða andi í í FB þessa dagana.

    • Björgvin skrifar:

      En thad er einmitt málid… thad er ENGIN nýjung í thessu… lestu greinina aftur thví thad er verid ad hvetja yngri kynslódina til ad koma med nýjungar sem geta ögrad og breytt samfélögum… en ekki eldgamla stadlada hluti sem meira ad segja vid gamla fólkid erum farin ad snúa bakinu vid… Ekki vera púkó krakkar (en púkó var mjög vinsælt ord í 90 og eitthvad).

  2. Hjörtur skrifar:

    sniðugur

  3. Viktor Orri skrifar:

    Já, því þetta plakat ögraði augljóslega eeeeengum; allir sáttir og alveg skítsama umða… 😉

  4. Svavar Knútur skrifar:

    Það sem Atli Fannar sagði… Nákvæmlega, orð fyrir orð…

  5. Eva Hauksdóttir skrifar:

    Mér sýnist nú bara takast vel hjá þeim að ögra. Fólk bara meikar ekki þessa íhaldssemi. Hún er of ögrandi.

  6. Ein augljós framför sem þessi bloggpistill sýnir þó: Sífellt yngra fólk (ertu ekki annars frekar ungur, Atli?) er farið að stunda gamallakallaraus um ómennsku ungdómsins.

  7. atlifannar skrifar:

    Einar, ég eldist stöðugt.

    En ég er bara að biðja um betra stöff. Að ungu fólki finnist þetta fyndin hugmynd veldur mér áhyggjum. Eins gott að NBA var að hefjast því ég er að fara að missa svefn 🙂 En Viktor, það er rosalega auðvelt að hneyksla fólk og jafn vel særa blygðunarkennd þess. Sérstaklega auðsæranlegt fólk. Við hin vorum bara að vona að þau gætu gert betur.

  8. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað margir sjá ekkert rangt við þetta plakat. Sbr. Kannski er þetta bara framför – Þetta er augljóslega djók – Það er engin kvenfyrlitning í þessu. – Þetta er bara gamalmennahugsanaháttur í ykkur etc.
    Er s.s. gamaldags að vilja að báðum kynjum sé sýnd jafn mikil virðing? Eigum við bara að leyfa unglingum landsins að gera eitthvað nýtt trend sem er stórt stökk afturábak. Kommon, við erum rétt byrjuð að opna hringinn í þessum málum, við skulum ekki fara að loka honum strax aftur.

  9. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir. skrifar:

    Æ, vildi bara segja, að mér finnst þetta voðalega þreytt auglýsing, hélt að ungt fólk væri nú aðeins frumlegra en þetta. Það virðist bara herma allt eftir gömlu kynslóðinni, leitar þangað, vegna þess, að það virðist ekki hafa framsýna hugsun. Verð að segja að ég fór að skelihlægja, þegar ég sá þetta plakat, svo hallærislegt.

  10. Kári Emil Helgason skrifar:

    Ef það hefði verið stelpa að horfa framan í myndavélina með tvo þumla upp og einhvern gaur að sleikja á henni píkuna hefði þetta amk verið aðeins frumlegra.

  11. Elfa Jóns skrifar:

    Gamalmennahugsunarháttur krakkar?
    68-kynslóðin með sínar frjálsu ástir, friðarboðskap og kommúnulíf er semsagt langömmur og langafar menntaskólakrakka í dag. Það var fólk sem ögraði viðteknum gildum, enda fylgdi meiri boðskapur þeirra líferni heldur en að tott sé töff.

    Klysjur og stöðnun verða aldrei ögrun.

  12. kóbalt skrifar:

    Krakkar, ef þið viljið vera virkilega uppreisnargjörn (eitthvað annað en mín drepleiðinlega og daufa X kynslóð, sem er fræg fyrir nákvæmlega ekki neitt), þá skuluð þið losa ykkur við gamlar mannskemmandi bábyljur frá pabba og mömmu og, ekki síst, afa og ömmu (er ekki 68 liðið orðið afar ykkar?) Það er nefnilega þannig, elsu börn, að alltaf þegar byltingar eiga sér stað, þá er hreinsað tl og það er gott og þarft, en heilmikil drulla, sem hefði átt að liggja kyrr þar sem hún var, þyrlast oftast upp með og atar allt út í for. Þannig er nefnilega, að það sem í raun gefur lífinu gildi er trúmennska, heilindi og að standa raunverulega fyrir eitthvað í lífinu. Heilagt hjónaband, sem ekki endar í skilnaði, góð samskipti innan fjölskyldu, sönn lífsgildi, þráin eftir einhverju æðra og hærra og meira, og hugrekkið til að fylgja henni, en ekki heilaþvottinum og pólítíska rétttrúnaðinum, krafturinn til að hafna hræsninni, tvöfeldninni, snobbinu, yfirborðsmennskunni og fljóta ekki sofandi með tískustraumum, menntastraumum eða nokkrum heilaþvotti, en taka þess í stað upp á arma sína hið sanna og góða, alvöru réttlætiskennd, berjast fyrir bræðralagi ALLRA manna (ekki bara sumra, eða allra nema „þeirra“, og allt hitt sem hræsnararnir sem nú stjórna því miður lífi ykkar standa fyrir), já og elsku börnin, alvöru andleg leit eftir hinum raunverulega Guði kærleikans og að leitast við að lifa í helgun og dýpt, ÞAÐ er lífið, og þeir sem skyldu það ekki fóru einfaldlega á mis við það. Ég veit hvað ég er að segja, gangi ykkur vel í að vera betri en mín kynslóð, og betri en pabbi og mamma, og afi og amma. Auðmýktin að halda einmitt þið séuð það ekki væri besta leiðarljósið. Við hin höfðum hana aldrei til að bera. Þess vegna fór eins og fór.

  13. kóbalt skrifar:

    Og krakkar, nú byrjar loksins bráðum ALVÖRU byltingin, bylting MANNKYNSINS alls. Hafið hugrekkið til að tilbiðja ekki fals og hálfvelgju (eins og „Evrópubandalagið“), heldur skiljið, finnið og vitið að sjálft afnám þjóðríkjanna er framundan, mannkynið er að samtvinnast, verða eitt í friði og bræðralagi, og hið gamla heimsskipulag er að taka enda. Fagnið nýjum tímum og hafið hugrekkið til að horfa með eigin augum, svo þið sjáið í gegnum blekkingar forfeðra ykkar. Það fara betri tímar í hönd, ef þið bara hafið hugrekkið til að taka þeim fagnandi. Verið alvöru menn, sem hafið mennsku til að bera. Lifið í sönnun kærleika. Alvöru viska spratt aldrei af neinu öðru. EÞirngar raunverulegar framfarir, aðeins hysmi og prjál, verður til nema vegna þeirra sem skilja grundvallaratriðin. Hafnið hræsninni. Hafnið efnishyggjunni. Hafnið níhilismanum. Hafnið „hvað með það? mér er alveg sama“ viðhorfinu. Þorið að trúa. Þorið að vona. Þorið að vera. Og vitið sem er, það er alltaf fylgst með ykkur, í smæstu smáatriðum. Einveran er bara blekking.

  14. kóbalt skrifar:

    Megið þið opna augun, hugann og hjartað, og megi allt hið fagra og góða sem þið þá farið að sjá leiða ykkur loks að því sanna og rétta í sífelldri viðleitni, sífellt hærra upp á við til lífs í æ meira ljósi.

  15. Eysteinn Pétursson skrifar:

    Hver segir að þetta sé stelpa (kvenmaður)? Og hver segir að þessi vera sé að totta eitthvað. Það væri þá helst naflinn, sýnist mér. Trúi ekki á svona löng typpi (fremur en álfa), jafnvel ekki á færustu Salsadönsurum.

  16. víðir Guðmundsson skrifar:

    Þeim sem finnst þetta fyndið eru ekki alveg með á nótunum hvað felst í svona gríni. Myndefnið + slagorðið er niðurlægjandi fyrir karla og konur á öllum aldri. Þó sérstaklega konur. Hverjir eru þessir ALLIR sem fara sáttir heim? Eru það strákarnir sem fá tott frá stelpunum? Eða er verið að segja að stelpum finnist svo gott að totta tippi að það hljóti að vera það allra besta sem gæti komið fyrir þær á balli í Garðabæ? Fyrir utan það að stúlkan er ekki einu sinni með andlit. hún snýr baki í okkur og er því smætuð niður sem líkami með engan persónuleika. strákurinn er hins vegar mjög glaður. Stúlkan gæti allt eins verið grátandi, hver fer þá sáttur heim?
    Góður húmor niðurlægir ekki aðra einstaklinga, það kallast eineldit og ófyrirleitni. Í þessu tilfelli er verið að gera lítið úr konum undir því yfirskini að þetta sé svo sniðugt og fyndið. hverjir kannast ekki við fantinn sem níðist á öðrum með gríni á skólalóðinni? Mjög fyndið fannst sumum, aðrir stóðu hjá og sögðu ekkert. kannski tók einn upp hanskann fyrir þann sem strítt var. Sú gagnrýnisrödd var snarlega kæfð með því að niðurlægja viðkomandi á sama hátt og hinn fyrri. Við eigum ekki að láta bjóða okkur svona rugl. Konur eru smættaðar niður allstaðar í samfélaginu í myndum og orðum. settar fram sem viðföng og persónulausir líkamshlutar sem aðeins eru til þess fallnar að þjóna karlmönnum eða vera kynæsandi. Sorglegt að ungir krakkar í menntaskóla skuli ekki vera meðvitaðri en raun er. sbr. nýlega rannsókn sem Atli Fannar vitnar í.

  17. Emil skrifar:

    hvernig nenniði þessu?

  18. Magnús skrifar:

    Hvers vegna er verið að pæla svona mikið í einhverjum lélegum húmor innan ákveðins skóla? Á að draga alla súra og óviðeigandi brandara í vinahópum inn í fjölmiðla og þvaðra um það hvað þetta fólk er ömurlegt?

  19. Rósa Halldórsdóttir skrifar:

    Innan skóla er almenningur. Ef þessir nemendur átta sig ekki því þá er eitthvað í ólagi með lífsleiknikennsluna þarna. Almennt svæði eru fjölmiðlar og allir. Vinahópur heima er allt annað mál. Skólar og prentuð plaköt lýsa siðferði (siðleysi) þessa hóps sem fyrirlítur stúlkur. Og örugglega er eingin stúlka í nemendaráðinu.

  20. […] bloggari sér það helst athugavert að skólaklám sé svo gamaldags og hallærislegt að það nái ekki að ögra neinum.  Nema náttúrulega þessum 30.000 sem supu hveljur í […]

  21. […] bloggari sér það helst athugavert að skólaklám sé svo gamaldags og hallærislegt að það nái ekki að ögra neinum.  Nema náttúrulega þessum 30.000 sem supu hveljur í […]

  22. […] bloggari sér það helst athugavert að skólaklám sé svo gamaldags og hallærislegt að það nái ekki að ögra neinum.  Nema náttúrulega þessum 30.000 sem supu hveljur í […]

Skildu eftir svar við Silja Ástudóttir Hætta við svar