Endurnýjum kynnin við Simpsons. Fyrir börnin

Ferill strákanna í Sigur Rós náði ákveðnum hápunkti á sunnudagskvöld þegar Simpsons-þátturinn The Saga of Carl var sýndur. Ekki nóg með að þeim hafi brugðið fyrir í þættinum ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi forsætisráðherra, heldur sáu þeir um tónlist þáttarins ásamt því að endurgera þetta frægasta stef sjónvarpssögunnar á sinn hátt.

Erfitt er að finna magnaðari leið til að sýna nokkrum listamanni heiður en að leyfa honum að taka þátt í gerð Simpsons-þáttar. Og það var allt gott við þennan þátt — nema auðvitað þátturinn sjálfur.

Þættirnir um Simpsons-fjölskylduna eru einstakt fyrirbæri — menningarlegur hornsteinn í sögu hins vestræna heims, frumkvöðull í húmor ásamt því að vera á einhvern óskiljanlegan hátt allra. Sjö ára börn geta haft gaman að Simpsons-fjölskyldunni þrátt fyrir að meðtaka ekki helminginn af margslungnum húmornum sem er svo stútfullur af samfélagsádeilu að maður verður að horfa aftur og aftur til að ná öllum bröndurunum. Nú er ég að sjálfsögðu að tala um sirka fyrstu 13 þáttaraðirnar. Simpsons hefur hvorki verið fugl né fiskur síðustu ár eftir eitt magnaðasta run sjónvarpssögunnar á tíunda áratugnum.

Þátturinn á sunnudagskvöld er þó ágætisspark í rassinn á okkur öll. Auðvitað þarf sérstaklega að sparka í rassinn á þeim sem af einhverri ástæðu misstu af Simpsons á sínum tíma. Eða eiga börn sem eiga eftir að verða vitni af snilldinni sem mótaði kynslóðina sem er um það bil að erfa landið. Ég vil því hvetja alla til að verða sér úti um þætti á borð við The Boy Who Knew Too Much, Bart’s Inner Child, Homer Loves Flanders, Team Homer, Deep Space Homer, Cape Feare, A Fish Called Selma, Homer: Bad Man, Homer the Great, Hurricane Neddy, 22 Short Films About Springfield, Homer the Heretic, Deep Space Homer, Marge vs. The Monorail, Last Exit to Springfield, You Only Move Twice, Homer’s Enemy, Bart’s Comet, The Cartridge Family, Treehouse of Horror V (besti hrekkjavökuþátturinn), Homie the Clown, Lisa the Iconoclast, Bart Gets Famous, Homer at the Bat, Burns, Homer’s Barbershop Quartet, Baby Burns, The Itchy & Scratchy & Poochie Show og að sjálfsögðu hinn gallsúra El Viaje Misterioso de Nuestro Jomer.

Þetta eru aðeins örfá dæmi um þætti sem allir, allir, allir verða að vera búnir að sjá. Þetta er fáránlega gott stöff. Og þetta er stöff sem skiptir okkur gríðarlegu máli. Þetta er menningin okkar. Eitthvað sem verður ekki endurtekið. Sýnið börnunum ykkar þessa þætti. Horfið sjálf. Ef þið eruð búin að því horfið aftur. Ef ekki fyrir mig, þá fyrir börnin.

Auglýsingar
Merkt

2 hugrenningar um “Endurnýjum kynnin við Simpsons. Fyrir börnin

  1. Halldór Eldjárn skrifar:

    Homer vs. the 18th amendment er algjör snilld!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: