Mánaðarskipt greinasafn: ágúst 2013

Miley Cyrus og hörðustu viðbrögð í heimi

Mér finnst fátt skemmtilegra en að velta fyrir mér upp úr ómerkilegum málum. Þess vegna hefur Miley Cyrus átt hug minn allan í dag. Þ.e.a.s þegar ég er ekki með Glaðasta hund í heimi á heilanum.

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar kaffært okkur í frammistöðu Miley  á myndbandaverðlaunum MTV. Fæstar hafa umfjallanirnar verið henni í hag en það var viðbúið að twerkið ætti eftir að draga dilk á eftir sér.

Einhvers staðar sá ég þessu stillt upp þannig að Miley fengi á baukinn á meðan söngvarinn Robin Thicke, sem tók lagið með henni, fengi skjól í nafni kynferðis. Að ráðist væri á stelpuna á meðan strákurinn væri bara í góðu stuði. Í þessu tilviki get ég ekki tekið undir það.

Mér sýnist Robin Thicke vera ömurleg týpa og hann var í óþolandi jakkafötum á sviðinu um helgina. Miley framkallaði hins vegar kjánahroll sem kom fram á jarðskjálftamælum og sýpur af því seyðið í dag (þó það megi deila um beiskleika seyðisins. Viðbrögðin eru eflaust nákvæmlega eins og þau áttu að vera). En það er alls ekkert nýtt að uppákomur á þessari hátíð vekji hörðustu viðbrögð í heimi.

Skítastormurinn sem rapparinn Kanye West fékk í andlitið fyrir fjórum árum, í kjölfarið á vanhugsaðri truflun á þakkarræðu Taylor Swift, var ekkert minna stórkostlegur. Hann gat sjálfum sér um kennt en það er ljóst að fáir innan skemmtanaiðnaðarins hafa verið teknir jafn svakalega fyrir á vefsíðum, í spjallþáttum og víðar. 

…Þangað til Miley Cyrus rak út á sér tunguna.

Auglýsingar
Merkt , , , , ,
%d bloggurum líkar þetta: