Mánaðarskipt greinasafn: september 2013

Jobs er engin Social Network

Sá Jobs í gær. Kutcher kom á óvart en myndin er heilt yfir slöpp, þrátt fyrir fínan fyrri hálfleik. Henni mistekst að vera Social Network (guð veit að hún reyndi. Sbr. viðleitnin til að gera vinnutörn nördanna kúl með tónlist og flottri kvikmyndatöku) en kom þó rækilega á framfæri að söguhetjan var asshole. Eini munurinn er sá að Mark Zuckerberg fékk tækifæri til að reyna að leiðrétta sinn hlut en Jobs gerir það væntanlega ekki úr þessu. 

Leikstjórinn, Joshua Michael Stern, gerði pínlega mikið úr einkennum Jobs á borð við göngulag og skeggvöxt, sem auðvelt er að líkja eftir — hann rembdist raunar við að koma því að á meðan hann fleytti rjómann af ótrúlegri sögu Jobs og Apple. Sögu sem allir hafa þegar heyrt en hefðu viljað sjá hann kafa dýpra ofan í.

Þá fjallaði myndin ekkert um áhugaverðustu árin í lífi Jobs: Frá því að stjarnfræðilegur uppgangur Apple hófst upp úr aldamótum og þar til hann lést árið 2011. Spurning hvort að Jobs II sé í farvatninu? Varla. En ef Hollywood kýlir á það vil ég sjá David Fincher í leikstjórastólnum í stað Joshua Michael Stern (hver?).

Auglýsingar
Merkt , , , ,
%d bloggurum líkar þetta: