Það sem ég hef lært af meistaramánuði

  • Að sleppa því að drekka áfengi er það auðveldasta sem ég hef gert. Það hefur ýmsa kosti í för með sér. Sunnudagar eru raunverulegir dagar. Mánudagar líka. Og aukið úthald skóp sigur í póker á dögunum þar sem við sátum til fjögur, aðfaranótt sunnudags.
  • Að sleppa sælgæti og kökum er ekki auðvelt. Það hefur verið ógeðslega erfitt. Ég ferðast um sælgætisland í draumum mínum og í hvert skipti sem minnsta hungurtilfinning gerir vart við sig byrja ég að hugsa um að snúður með súkkulaði myndi seðja hungrið. Eða poki af kúlusúkki. Eða pitsa. Eða amerískar súkkulaðibitakökur. Eða Þristar. Lindubuff. Kanilsnúðar. Ég við vandamál að stríða.
  • Þegar maður eyðir ekki tímanum í bjórdrykkju er auðveldara að æfa. Mikið. Í mánuðinum hefur vikuplanið verið sirka svona: Mánudagar: Víkingaþrek. Þriðjudagar: Körfubolti og BJJ (Brasilískt Jui Jitsu). Miðvikudagar: Víkingaþrek. Fimmtudagar: Víkingaþrek og BJJ. Föstudagar: Víkingaþrek. Laugardagar: Körfubolti. Sunnudagar: Hvíld. Eða víkingaþrek. Spila þetta samt eftir eyranu, meitla ekkert í stein. Hvíli þegar ég er þreyttur og hliðra tímum til.
  • Eggjahvítur færa prótínhristinginn upp í annan og betri bragðheim. Ég blanda prótíni út í nýmjólk og set skvettu af dönskum eggjahvítum sem ég fann í Bónus. Úr verður himneskur mjólkurhristingur, stútfullur af prótíni.
  • Áfengi er fitandi. Er búinn að léttast um tvö kíló á þessum einum og hálfa mánuði sem liðinn er frá því að síðasti brjórinn var opnaður.
  • Fríhöfnin er óvinurinn. Samstarfskona kom heim frá útlöndum um daginn með poka af litlum Snickers, Bounty og Mars-stykkjum. Hófst þá erfiðasti vinnudagur lífs míns þar sem samstarfsfólk mitt kjammsaði á sælgæti milli þess sem það talaði um hversu bragðgott það var: „Milky Way er snilld“, „Snickers er best“, „ég ætla að fá mér tvö“ o.s.frv.

Framhald síðar.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Það sem ég hef lært af meistaramánuði

  1. Já, ok, þetta þyngdartap hefur pottþétt bara með bjórdrykkju að gera. Sú staðreynd að þú sért að æfa 8-9 sinnum í viku og ekki að éta neitt nammi, neinar pitsur eða neinar súkkalaðibitakökur hefur augljóslega ekkert með þyngdartap að gera.

  2. atlifannar skrifar:

    Haha. Ég þyngist yfirleitt þegar ég æfi mikið. Vöðvar eru þyngri en mör. Step up your game, Steinþór!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: