Bjórfrétt Vísis var frábær

Auðvitað hafði frétt Vísis, um bjórsumbl leikmanna króatíska liðsins, engin áhrif á leikinn á þriðjudaginn. Það heldur því enginn fram í alvöru. Strákarnir töpuðu þessum leik alveg sjálfir og það er sárast fyrir þá sjálfa, enda frábærir leikmenn sem náðu stórkostlegum árangri í undankeppninni.

Í umræðunni um fréttina hefur ýmislegt komið mér á óvart. Ótrúlega margir voru tilbúnir að fullyrða að fréttin hafi verið hugarburður óheiðarlegs blaðamanns; uppspuni frá rótum sem var þó með nákvæmar lýsingar á magni bjórsins og hverjir drukku hann. Sama fólk var tilbúið að afskrifa þá staðreynd að þjálfari liðsins hafði hagsmuna að gæta þegar hann hafnaði innihaldi fréttarinnar. Hann hefði kannski bara átt að viðurkenna allt og setja átta leikmenn, þar af nokkra lykilmenn í bann fyrir agabrot, sem hefði verið óumflýjanlegt.

Og þegar hótelstjórinn blandaði sér í málið fannst sama fólki sem síðasti naglinn hefði verið rekinn í kistu fréttarinnar. Og miðilsins alls. Ég skal segja svolítið um hótel: Trúnaður er þeim mikilvægur. Sérstaklega þegar kemur að stjörnum — hvort sem þær spila fótbolta eða leika í kvikmyndum. Ef lekinn kom beint frá starfsmanni hótelsins og ratar í heimsfréttirnar er um gríðarlega alvarlegt innanhúsmál að ræða. Það vissi hótelstjórinn og viðbrögð hans voru stórskrýtin:

Það er allt frá A til Ö á hótelinu, við skráum allt á reikninga. Samlokur, gos og sælgæti var á reikningnum, annað ekki. Hér er allt uppi á borði og ekkert falið, við vinnum eftir settum reglum.

Góð saga. Ef hún væri sönn. Enginn hótelstjóri myndi draga upp reikninginn og þylja upp fyrir blaðamann hvað er á honum. Þetta getur ekki verið annað yfirklór. Aumt yfirklór í þokkabót því það gerir blaðamanninn að lygara. Og það, kæru vinir, er atvinnurógur af verstu sort. Blaðamaður án trúverðugleika hefur í raun ekkert. Svo má auðvitað velta fyrir sér hversu vitlausir leikmenn þurfi að vera til að skrifa tugi bjóra á herbergið sitt, sem er skráð á knattspyrnusamband lands síns.

Málið er rosalega einfalt: Vísir birti frétt. Frábæra frétt. Svo góða frétt að hún setti allt á hliðina. Skiljanlega. Ég trúði fréttinni þegar ég las hana fyrst og hef auk þess mínar eigin heimildir fyrir sannleiksgildi hennar.

Stóra spurningin sem mér finnst að fólk eigi að spyrja sig er hinsvegar þessi: Hefði Vísir átt að sleppa því að birta fréttina af ótta við áhrif hennar? Og er þá ekki betra pakka bara saman og hætta þessu?

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Bjórfrétt Vísis var frábær

  1. Maggi skrifar:

    Þetta er alvarlegt mál og krefst niðurstöðu… sannleiksnefndar jafnvel….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: