Sárþjáði morðhvalurinn Tilikum

Er búinn að sjá heimildarmyndina Blackfish auglýsta á vefsíðum og í sjónvarpinu undanfarna daga. Hef samt ekki fundið neinar upplýsingar um hvenær hún er sýnd. Ég fann hana svo bara í leigu Vodafone. Gott og vel.

Í myndinni er lagt út frá sorglegu atviki sem átti sér stað í Sea World í Orlando árið 2010 þegar háhyrningurinn Tilikum drap þjálfarann Dawn Brancheau. Talsmenn Sea World reyndu ítrekað að koma röngum upplýsingum á framfæri um atvikið: Brancheau átti að hafa gert mistök og dottið ofan í laugina en raunin var sú að Tilikum beit í hendi hennar, dró hana út í laugina, limlesti og drap.

Virkilega ógeðslegu ljósi er varpað á þennan bransa. Rætt er við marga fyrrverandi þjálfara í Sea World og farið yfir hvernig háhyringarnir eru í raun tifandi tímasprengjur vegna geðrænna kvilla sem einangrunin virðist valda. Tilikum hafði áður drepið og fjölmörg dæmi eru árásargjarna hegðun háhyrninganna og fleiri þjálfarar hafa látið lífið eftir árás þessara risavöxnu skepna.

Blackfish er frábær mynd. Horfið á hana! og ef þið þurfið eitthvað til að kítla þjóðerniskenndina þá kemur fram í myndinni að Tilikum var fangaður við Íslandsstrendur á níunda áratugnum, eftir að Sea World var bannað að fanga háhyrninga við strendur Washington-fylkis.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: