Myrkir í athugasemdum

Opin athugasemdakerfi á fréttasíðum er tilraun sem mistókst. Fjölmiðlar hafa hvorki tíma né fjármagn til að fylgjast með umræðunni og gera viðeigandi ráðstafanir þegar hún er komin út fyrir siðferðismörk, eins gerist ítrekað og gerðist síðast í tengslum við uppsagnirnar á RÚV.

Athugasemdir geta stundum bætt upplýsingum við fréttir og varpað ljósi á nýja vinkla en raunin er því miður sú að stærsti hluti þeirra sem eru virkir í athugasemdum kunna ekki með málfrelsið að fara og haga sér eins og siðlausir fávitar.

Ég tek undir það sem Logi Bergmann sagði í Sunnudagsmorgni um daginn og spyr hvort það sé eitthvað lykilatriði í lýðræðissamfélagi að geta nýtt fréttasíður í að drulla yfir annað fólk? Þetta var fyndið fyrst, enda afgreitt í Skaupinu á sínum tíma en nú má fara að skrúfa fyrir þetta. Er það ekki? Eða er hægt að gera eitthvað annað? Myndi einhver sakna kommentakerfanna? Hver þá? Satan?

Auglýsingar

10 hugrenningar um “Myrkir í athugasemdum

 1. Benedikt Örn skrifar:

  Þýðir lítið að hylja meinið

 2. Er það hér sem maður á að drulla yfir þennan /%$##$%#% Atla Fannar?

  Annars er bara gott að anda með nefinu í smá stund áður en hvatt er til þess að loka kommentakerfinu (munum Lúkas). Meinið er að umræðumenningin öll er á lágu plani. Hún mun alls ekki þroskast með því að loka á athugasemdakerfin. Reynum bara að vera almennileg og sýnum gott fordæmi, ….þegar við getum 🙂

 3. Guðni R. Guðmudsson skrifar:

  Hvernig með að fólk þyrfti að leggja kapal þar til hann gengur upp, áður en það fær að kommenta.
  Þá er kannski mesta reiðin runnin af fólki og svo er það líka betur stemmt eftir að hafa klárað kapalinn…. 🙂

 4. Geir Harðarson skrifar:

  Hér gætir ákveðins misskilings að við búum í lýðræðissamfélagi. Sumir búa í þeim blekkingarheimi að þó að þeir fái að setja X á bréfssnifsi í kassa annað slagið að þeir fái einhverjum að ráða hvernig þessu þjóðfélagi er stýrt.

  Við búum í sjötta heims, banana og klíkuveldinu Íslandi.

  Markmið ríkisvaldsins er að arðræna almenning og púkka undir aðalinn:

  Til dæmis á að gefa makríl kvóta til stórútgerða. Ekki leigja, ekki selja heldur GEFA.
  Færeyingar seldu helminginn af makríl kvótanum fyrir um 100 milljarða og ætla að leigja út restina. Meðal annara hafa íslensk útgerðarfyrirtæki keypt af þeim kvóta. Á íslandi fá þeir hann gefins.

  Íslenska þjóðin sem á makrílinn í sjónum á ekki að fá neitt nema kannski einhverja aura í veiðileyfagjaldi. Valdstjórnin ætlar að gefa þjóðareignina fáum útvöldum í LÍÚ.

  Stefán Jón Hafstein sagði í viðtali við Silfur Egils að Íslandi minnti mest á spilltustu ríki Afriku. Sukkið og svínaríið heldur áfram.

  60% þjóðarinnar á ekkert og skuldar meira en eignum nemur.

  Fiskverkunarfólk í Færeyjum er með tvöföld laun miðað við sambærileg störf á Íslandi.

  Ég sé ekki betur en að gamla lénsskipulagið sem var við lýði fyrr á öldum sé nokkuð vel við lýði á Íslandi í dag.

  Lifið heil.

 5. Guðmundur St. Ragnarsson skrifar:

  100% sammála þér Atli Fannar

 6. Jón Einarsson skrifar:

  Það eru ágæt comment inn á milli og sum bæta svo sannarlega vð umræðuna, rétt eins þetta blog hjá Atla Fannari skapar umræðu og skoðanaskipti. Það er fullt af umræðu á netinu sem ég gæti persónulega haft hug á loka á s.s. sumt súra gallið sem vellur um netið undir merkjum femínisma, en öðrum finnst það sama vera tær réttindabarátta með manngildið og sanngirnina í fararbroddi. Nú Evrópuvaktinni mætti einnig loka mín vegna og reka þá sem úða fasismanum þar til fjalla, en þeim sömu finnst að reka eigi þjóðníðinginn mig úr landi og þá helst til ESB. Vandamalið er að margt er súrt á netinu og það getur verið töluvert breytilegt eftir því með augum hvers það er litið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: