Hvað með mig?

Guðmundur Steingrímsson mælti fyrir bjartari morgnum á Alþingi í dag. Í stuttu máli snýst málið um að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Klukkan á Íslandi er nefnilega rangt skráð miðað við gang sólar og hefur verið frá 1968.

Ásamt því að vísa í gang sólar vísaði Gummi í fjölmargar rannsóknir sem sýna að líkamsklukkan fer mjög eftir gangi sólar. Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir truflunum hvað þetta varðar en rangt skráð klukka getur til dæmis haft slæm áhrif á einbeitingu.

Það er alveg þess virði að skoða hvað veldur því Íslendingar noti meira af þunglyndislyfjum en aðrar þjóðir. Er það bara einskær tilviljun eða hefur það eitthvað að gera með þessa viðvarandi sólarskekkju?

Þau sem vilja kynna sér málið betur bendi ég þessa grein eftir Erlu Björnsdóttur sálfræðing.

Þetta er sem sagt lýðheilsumál, stutt af rannsóknum og auðvitað gangi sólar, sem enginn þingmaður getur breytt — sama hversu mikið hann talar í ræðustól. Það var því pínu fyndið að fylgjast með umræðunum sem sköpuðust eftir að málið var lagt fyrir þingið.

Katrín Júlíusdóttir sagðist vera fædd í nóvember og finndist því gott að vakna í myrkri, kveikja á kertum og fara á rómantísku nótunum inn í daginn. Vilhjálmur Árnason sagði ung börn vakna klukkan hálf sjö, sjö og spurði: „Er ég sem sagt að fara að vakna klukkan sex með syni mínum?“ Hægt er að horfa á umræðuna hér.

Sem sagt: Rannsóknir sýna heilsufarslegan ávinning fjöldans og sjálf sólin sýnir okkur þegar hún er hæst á lofti klukkan hálf tvö að við erum að gera eitthvað vitlaust … En hvað gerir þetta frumvarp fyrir mig persónulega?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: