Leggjum niður mannanafnanefnd

Fyndið að tillaga um að fólk megi nefna börnin sín það sem það vill sé róttæk árið 2013 en þannig er það samt. Það er líka fyndið að sumir miði við lægsta samnefnarann þegar svona tillögur koma fram: „Hvað ef einhver myndi nefna barnið sitt Kúkur Hitler?“

Að sjálfsögðu myndu viðvörunarljós kvikna í kerfinu ef slíkt nafn yrði gefið og það er kannski ágætt að viðkomandi foreldri myndi afhjúpa sig svo snemma gagnvart barnaverndaryfirvöldum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að við sérstakar aðstæður í undantekningartilfellum geti ríkisvaldið gripið inn í.

Auðvitað á valdið fyrst og fremst að vera í höndum foreldra en ekki nefnda úti bæ.

Óttarr Proppé mælti í gær fyrir tillögu þingflokks BF um breytingu á lögum um mannanöfn og að mannanafnanefnd verði lögð niður. Fyrir neðan má sjá brot úr ræðu Óttars:

Færðu inn athugasemd