Völva 2014 – I. hluti

Topp 10 viðburðir árið 2014.

1. Kommentakerfi DV verður lagt niður og landsmönnum býðst að senda hver öðrum kaldar kveðjur með drónum.

2. Megrunarkúrinn: „Éttu skít“ verður kynntur til sögunnar og hampað af helstu sérfræðingum á sviði næringarfræða.

3. Fyrsti rafbíllinn á Íslandi verður rafmagnslaus á Sæbraut. Þegar eigandinn hringir eftir aðstoð verður síminn hans batteríslaus.

4. Hugmyndir um ríkjasamstarf við Grænland eru slegnar af borðinu þegar það kemur í ljós að grasið er ekki grænna þar.

5. Íslensku klukkunni verður ekki breytt í takt við gang sólar, enda í mikilvægu sinki við klukkuna á Klörubar á Kanaríeyjum.

6. Áhugi á lífrænum matvælum hrynur í kjölfarið á því að mynd af þriggja daga gömlum lífrænum banana fer í dreifingu á netinu.

7. Flóttamanni er vísað úr landi vegna þess að hann gleymir ítrekað að bjóða góðan daginn.

8. RÚV opnar veðmálasíðu á textavarpinu.

9. Í örvæntingarfullri leit af fjármagni byrjar Landspítalinn með eigin útgáfu af „Vertu viss“ þar sem líffæri eru gjaldmiðillinn.

10. Ökukennarinn Gylfi Sigurðsson semur við þýska úrvalsdeildarliðið Bayern Munchen – misskilningur sem kostar liðið 13 milljarða.

Meira á Twitter: @atlifannar

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: