Löggan sýnir hvernig á að nota samfélagsmiðla

Stefán Eiríksson lögreglustjóri fundaði í dag í utanríkisráðuneytinu með fulltrúum norrænna utanríkisráðuneyta. Stefán fór meðal annars yfir hvernig lögreglan notar samfélagsmiðla til að eiga í samskiptum við almenning en á síðustu misserum hefur embættið hreinlega sýnt hversu öflug tól Facebook, Twitter og Instagram eru séu þau notuð stöðugt og á réttan hátt.

Stefán er að sjálfsögðu á Twitter og tísti um fundinn í dag.

https://twitter.com/logreglustjori/status/473495090636554241

Traust til lögreglunnar hefur aukist um tæp fjögur prósent frá því að Facebook-síða embættisins varð virk í desember árið 2010 skv. Þjóðarpúlsi Capacent. Það er svo sem ekki marktæk hækkun en 83% landsmanna bera mikið traust til lögreglunnar nú og það er erfitt að segja hvort hlutfallið geti hreinlega hækkað. Aðeins Landhelgisgæslan nýtur meira trausts og ekki þarf hún að stöðva partí eða handtaka fólk.

Besta leiðin til að skoða árangurinn sem virkni lögreglunnar á samfélagsmiðlum hefur skilað er að skoða Facebook-síðu embættisins. Lögreglan er dugleg við að leita til almennings eftir aðstoð og undirtektirnar eru undantekningalaust góðar.

Í þessu tilviki var t.d. lýst eftir bíl og á þriðja hundrað manns „tóku þátt“ í leitinni með því að dreifa færslunni:

Þá hefur lögreglan notað húmor í tilsvörum, þvert á samfélagsmiðla, sem skilar sér eflaust í jákvæðara viðhorfi til embættisins.

Allir nota samfélagsmiðla og tækifærin fyrir stofnanir og fyrirtæki eru endalaus. Lögreglan er í mikilvægu þjónustustarfi hjá almenningi og sýnir ákveðna auðmýkt með notkun miðlanna. Auðmýkt sem almenningur kann að meta. Góð samskipti er ekki bara leið til að koma upplýsingum á framfæri heldur gegnsæ leið til að sýna fólki hvað það fær fyrir skattpeningana sína.

Eina sem ég gagnrýni er þetta:

Ekki tengja saman Facebook og Twitter. Þetta er sitthvor miðillinn og virknin er ólík.

Ríkisútvarpið er stöðugt milli tannanna á fólki og hefur ekki fylgt fordæmi lögreglunnar í notkun samfélagsmiðla. Aðeins tæplega 1.600 manns hafa lækað Facebook-síðu RÚV á móti rúmlega 55.000 manns sem læka Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir þættir á RÚV eru þó með fínar Facebook-síður: T.d. Kastljós, fréttastofan og Hraðfréttir. Þrátt fyrir fjölda læka á þessar síður þá er ásýnd stofnunarinnar ekki sterk og samskipti við almenning lítil.

Lögreglan er með tæplega 7.000 fylgjendur á Twitter en RÚV er ekki þar, þó nokkrar deildir innan stofnunarinnar séu á Twitter. Fréttastofa RÚV er t.d. með Twitter-síðu sem birtir sjálfkrafa fyrirsagnir og hlekki í fréttir á ruv.is — eitthvað sem gerir ekkert fyrir notendur síðunnar.

Leiðinlegt var að sjá hversu lítil viðleitni RÚV var til að nota hashtögg til að fóðra umræðuna á Twitter í kosningabaráttunni. Twitter er í mikilli sókn á Íslandi og ég hef áður skrifað um yfirburði miðilsins þegar kemur að opinni umræðu. Besta dæmið um sofandahátt Ríkisútvarpsins var daginn fyrir kjördag þegar oddvitarnar í Reykjavík mættust í beinni útsendingu. Þegar tveggja tíma umræðu lauk var loksins minnst á hashtaggið #kosningar, sem átti að sjálfsögðu að vera í vinstra horni skjásins allan tímann til flokka alla umræðuna á einn stað.

Eflaust má kenna fjárskorti um og þetta horfir til betri vegar skv. Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. Hann hefur boðað stóraukna sókn í vefmálum og nýmiðlun. Við bíðum spennt en peningar eru ekki allt. Stefnan þarf að vera úthugsuð og röddin skýr. Besta dæmið um það er lögreglan, sem syndir ekki í seðlum en stendur sig samt stórkostlega.

P.s. Ég sótti um stöðu nýmiðlastjóra RÚV á dögunum og þetta kann því að hljóma eins og biturt rant. Ég er hins vegar alls ekki bitur og skrifa þetta sem einlægur áhugamaður um notkun samfélagsmiðla.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: