Greinasafn flokks: Uncategorized

Topp 5: Kaupmátturinn og dýrðin

1. Lúxusbílar
Sala á lúxusbílum virðist vera að taka við sér skv. tölum Samgöngustofu en bara í maí hafa Íslendingar keypt tvo Tesla rafbíla, tvo Porsche, þrjá Lexus og sjö BMW lúxuskerrur og hvorki fleiri né færri en 31 Benz eðalvagn. Verðið á bílunum er frá tíu og upp í tuttugu milljónir en það fer að sjálfsögðu eftir hversu vel bílarnir eru búnir.

2. Flatskjáir
Elko opnaði nýlega endurbætta verslun í Skeifunni. Í auglýsingunni fyrir opnunina kemur sérstaklega fram að sjónvarpsdeildin hafi verið stækkuð. Það bendir til þess að verslunin sé að mæta eftirspurn og að salan hafi aukist.

3. Tónleikar
Erlendir tónlistarmenn streyma til landsins. Justin Timberlake er á leiðinni, rétt eins og plötusnúðurinn David Guetta og gamla fólkið í Pixies. Þá laðar tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties til sín New York-sveitirnar Interpol og Portishead ásamt kanadísku goðsögninni Neil Young. Einhverjir miðar þurfa að seljast svo þessir tónleikar beri sig en sem dæmi um áhuga almennings þá seldust 16 þúsund miðar á tónleika Justin Timberlake á mettíma.

4. Kampavín
Sala á kampavíni hefur aukist um 17% á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kom fram á dögunum í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Kampa­vínssala dróst sam­an um 70% á árunum 2007 til 2010 en virðist nú vera að taka við sér.

5. Raunveruleikaþættir
Idolið, Bachelorinn, Ástarfleyið, X-Factor og fleiri raunveruleikaþættir voru framleiddir eftir erlendum fyrirmyndum á árunum 2003 til 2008. Upp á síðkastið höfum við fengið að sjá Vertu viss, íslenskan Master Chef, Ísland Got Talend og Biggest Loser Ísland en síðastnefndu þættirnir fá framhaldslíf í haust. Loks er væntanleg íslensk útgáfa af þættinum Minute to Win It.

Auglýsingar

Aftur um borð í bakþankabátinn

Er byrjaður að skrifa bakþanka. Aftur. Birti fyrsta pistilinn frá því ég hætti á Fréttablaðinu í ágúst á síðasta ári í dag. Þú finnur hann hér.

Leggjum niður mannanafnanefnd

Fyndið að tillaga um að fólk megi nefna börnin sín það sem það vill sé róttæk árið 2013 en þannig er það samt. Það er líka fyndið að sumir miði við lægsta samnefnarann þegar svona tillögur koma fram: „Hvað ef einhver myndi nefna barnið sitt Kúkur Hitler?“

Að sjálfsögðu myndu viðvörunarljós kvikna í kerfinu ef slíkt nafn yrði gefið og það er kannski ágætt að viðkomandi foreldri myndi afhjúpa sig svo snemma gagnvart barnaverndaryfirvöldum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að við sérstakar aðstæður í undantekningartilfellum geti ríkisvaldið gripið inn í.

Auðvitað á valdið fyrst og fremst að vera í höndum foreldra en ekki nefnda úti bæ.

Óttarr Proppé mælti í gær fyrir tillögu þingflokks BF um breytingu á lögum um mannanöfn og að mannanafnanefnd verði lögð niður. Fyrir neðan má sjá brot úr ræðu Óttars:

%d bloggurum líkar þetta: