Greinasafn flokks: #völva2014

Völva 2014 – III. hluti

Síðasti hluti þríleiksins.

1. Facebook byrjar að rukka fyrir síður eftir lækmagni. Maggi Mix lýsir sig í kjölfarið gjaldþrota.

2. Crossfit verður fjölbreyttara. Á meðal nýrra keppnisgreina eru opnun krukka, kommóðuburður, vítaskot í körfu og tenging AppleTV.

3. 47 af 52 þeirra sem hreppa stóra vinninginn í lottóinu verða Norðmenn. Enginn þeirra kaupir jóker.

4. Jim Gaffigan hættir við komu sína til Íslands þegar hann kemst að því að McDonalds hefur yfirgefið landið.

5. Vísindamenn komast að því sem marga hefur grunað: KFC er það besta sem fólk getur látið ofan í sig eftir æfingu.

6. Listi yfir pók fólks á Facebook lekur og í kjölfarið verður skilnaðarlögfræði hin nýja þrotabúalögfræði.

7. Steindi Jr. verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Fyrsta embættisverk hans verður að breyta nafni bæjarins í Pizzabær.

8. Rannsókn leiðir í ljós að bakteríumagn á umbúðum sótthreinsandi gels sé meira en ofan í almenningsklósettum skemmtistaða.

9. Enn gefur Sigmundur Davíð lítið fyrir skammstafanir þegar hann er spurður um gott gengi OKC í NBA.

10. Frjálslyndi Frans páfa nær nýjum hæðum þegar hann fær sér pylsu á föstudegi.

Allt á Twitter: #völva2014

Auglýsingar

Völva 2014 – II. hluti

Hvað gerist á nýju ári?

1. Tölvukerfi Dominos verður hakkað og vandræðalegum smsum frá fyrirtækinu til viðskiptavina lekið.

2. Ravbílavæðingin heldur áfram þegar Toyota kynnir nýjan og endurbættan Rav 4.

3. Eftir að Harpan birtir uppgjör ársins 2013 kvartar einhver.

4. Baltasar Kormákur hefur framleiðslu á framhaldi hasarmyndarinnar 2 Guns. Vinnutitillinn verður: 2 Guns 2: 2 cool 4 school.

5. Manchester United fer vel af stað á Englandi og vinnur þrjá fyrstu leiki sína gegn Millwall, Watford og Barnsley.

6. Eftir að Ísland vinnur Eurovision kemur í ljós að keppnin verður ekki í Hörpu, sem er bókuð undir ráðstefnu félags hundarúnkara.

7. Sjálfkeyrandi bíll kemur á markað. Hann er fljótlega gagnrýndur fyrir að rúnta of hægt niður Laugaveginn og gefa ekki stefnuljós.

8. Miley Cyrus slasast illa í hræðilegu twerk-slysi. Læknar óttast að hún muni aldrei twerka aftur.

9. Greiningardeildir bankanna spá því að innflutningur á kókaíni aukist og verði svipaður og árið 2005.

10. Í kjölfarið á banni við trúboði í grunnskólum Reykjavíkur verður nemendum Háskóla Íslands bannað að taka trúboðann.

Meira á Twitter: @atlifannar 

Völva 2014 – I. hluti

Topp 10 viðburðir árið 2014.

1. Kommentakerfi DV verður lagt niður og landsmönnum býðst að senda hver öðrum kaldar kveðjur með drónum.

2. Megrunarkúrinn: „Éttu skít“ verður kynntur til sögunnar og hampað af helstu sérfræðingum á sviði næringarfræða.

3. Fyrsti rafbíllinn á Íslandi verður rafmagnslaus á Sæbraut. Þegar eigandinn hringir eftir aðstoð verður síminn hans batteríslaus.

4. Hugmyndir um ríkjasamstarf við Grænland eru slegnar af borðinu þegar það kemur í ljós að grasið er ekki grænna þar.

5. Íslensku klukkunni verður ekki breytt í takt við gang sólar, enda í mikilvægu sinki við klukkuna á Klörubar á Kanaríeyjum.

6. Áhugi á lífrænum matvælum hrynur í kjölfarið á því að mynd af þriggja daga gömlum lífrænum banana fer í dreifingu á netinu.

7. Flóttamanni er vísað úr landi vegna þess að hann gleymir ítrekað að bjóða góðan daginn.

8. RÚV opnar veðmálasíðu á textavarpinu.

9. Í örvæntingarfullri leit af fjármagni byrjar Landspítalinn með eigin útgáfu af „Vertu viss“ þar sem líffæri eru gjaldmiðillinn.

10. Ökukennarinn Gylfi Sigurðsson semur við þýska úrvalsdeildarliðið Bayern Munchen – misskilningur sem kostar liðið 13 milljarða.

Meira á Twitter: @atlifannar

%d bloggurum líkar þetta: